Skilmálar

1. Salurinn er leigður til kl.1.00 um helgar og þurfa gestir að vera farnir síðasta lagi kl. 01.302. Salurinn telst ekki frátekinn fyrr en búið er að

 • Ný Námskeið

  Forsíða: Ný námskeið

  Vornámskeið hefjast 22. janúar!
 • Gjafakort

  Forsíða: Gjafakort

  Hægt er að fá gjafakort af öllum stærðum og gerðum.
  Hafið samband við songskolimariu@songskolimariu.is

Skilmálar

1. Salurinn er leigður til kl.1.00 um helgar og þurfa gestir að vera farnir síðasta lagi kl. 01.30
2. Salurinn telst ekki frátekinn fyrr en búið er að greiða staðfestingargjald sem er helmingur umrædds leigugjalds og fæst gjaldið ekki endurgreit           nema leigutaki afpanti salinn með þriggja mánaða fyrirvara.
3. Fullgreiða þarf salinn mánuði fyrir veisludag. Ef pantað er með styttri fyrirvara greiðist hann að fullu við pöntun.
4. Leigutaki ber fulla ábyrgð á salnum á leigutímanum. Ef tjón verður á salnum þarf leigutaki að greiða fyrir þær skemmdir að fullu. 
5. Salurinn er afhentur sama dag og hann er bókaður og þá yfirleitt 1-2 klst fyrir veislu nema sérstaklega sé samið um og salurinn ekki í notkun.
6. Starfsmaður þarf að fylgja salnum og sér hún þá um uppvask og aðstoðar við veislu.  Leigutaki greiðir henni tímakaup frá því að hún kemur á staðinn þar til síðasti gestur fer. Henni er svo greitt þrifgjald sem er 9.000 kr 

Til að áætla fjölda starfsfólks sem þarf i veislu þegar áfengi og matur er í boði, er reglan 1 starfsmaður á móti 25 gestum, ætlast er til að fólk komi með sinn mannskap ef ekki er óskað eftir auka fólki hjá okkur.
Salurinn getur allarf útvegað fleira starfsfólk í veislu ef óskað er. 
 
7. Stranglega bannað er að skreyta borðin með litlu pappírsskrauti t.d. stjörnum og fleira sem erfitt er að þrífa upp af gólfinu.
8. Brot á reglum nr 6 og 7 varða sekt að upphæð 25.000 kr.
9. Munið eftir ílátum til að taka afganga með heim! :)

ÞAÐ SEM OFTAST GLEYMIST:
- Ílát undir afganga til að taka með heim
- Kaffi
- Mjólk og sykur í kaffið
- Tannstönglar
- Sprittkerti
- Klakar

Svæði

headerheaderheader
Stefna ehf Hugbúnaðarhús - Moya