Söngskóli Maríu Bjarkar

Söngnámskeiđ fyrir alla aldurshópa í Söngskóla Maríu Bjarkar

 • Söngskólinn

  Thumbnail
  • Kynningarmyndband
  • 27/09/2010 17:33
 • Kennarar

 • Nemendur

  Thumbnail
  • Söngvaborg Skýin
  • 25/10/2010 14:01

Fréttir

Eyţór Ingi, upptökur og tónleikar

Síðustu tvær vikur hefur Eyþór Ingi komið í tíma til allra nemanda og leiðbeint þeim og sungið. Allir voru mjög spenntir og glaðir að fá hann og hann var svo ánægður með krakkana okkar!  Nú er námskeiðið meira en hálfnað og framundan eru upptökur og tónleikar. Mikilvægt er að allir kynni sér það á kennslu áætlun. Í næstu viku fá allir miða með öllum upplýsingum á hvernig síðustu vikunum verður háttað. Nóg að gera!

Söngvaborgardagur í dag!

Í dag koma góðir gestir í heimsókn í söngskólann. Allir forskólanemendur mæta kl 14 og svo koma Sigga, María og Masi í heimsókn. Allir foreldrar og systkini velkomin með. Hlökkum til að sjá ykkur!

Forskólinn hafinn

Það voru sælir krakkar sem að byrjuðu hér í gær í forskólanum hjá okkur. 3-5 ára og allir tilbúnir að syngja og dansa. Hér voru sungin lög úr Söngvaborg og Eurovision. Hver veit nema lög úr Frozen verði tekin og eitthvað af þeim vinsælu lögum sem voru mikið spiluð í sumar. Enn eru örfá pláss laus fyrir þá sem að haf áhuga :)

Núna í vikunni koma svo unglingarnir, en námskeiðin fyrir 13-15 ára byrja þessa vikuna. Frábær skráning á þau námskeið! Stefnir í góða og flotta hópa sem verða að læra að beita röddinni, radda og syngja sóló. 

Fyrsta námskeiđiđ hafiđ!

Sæl öll
Í dag byrjaði námskeiðið fyrir 5-12 ára og voru það krakkar á aldrinum 8-12 sem að mættu í dag í fimm hópum. Út vikuna mæta svo fleiri hressir krakkar og söngskólinn er byrjaður að iða af lífi. Tónlist og söngur hljómar út úr stofunum hjá okkur alla daginn. En er eitthvað laust ef að einhver hefur gleymt að skrá sig :)  á sunnudaginn byrjar svo forskólinn og unglingarnir mæta svo hressir í næstu viku. Ég og Stefanía stóðum vaktina í dag og gerum aftur á morgun. Á miðvikudag bætist Alma Rut og Guðbjörg í hópinn og á fimmtudag Íris Hólm. Tinna Marína kemur á sunnudaginn og svo bætist Erna Hrönn við og Pétur Hjaltested. 
Fengum lagalistann í morgunn og hann er fullur af frabærum lögum, gömlum sem og sjóðheitum :)

Kv.
Regína Ósk


Svćđi

headerheaderheader
Stefna ehf Hugbúnađarhús - Moya