Söngskóli Maríu Bjarkar

Söngnámskeiđ fyrir alla aldurshópa í Söngskóla Maríu Bjarkar

 • Söngskólinn

  Thumbnail
  • Kynningarmyndband
  • 27/09/2010 17:33
 • Kennarar

 • Nemendur

  Thumbnail
  • Söngvaborg Skýin
  • 25/10/2010 14:01

Fréttir

Sumarsöngnámskeiđ- Sumar 2014

Skráning er nú í fullum gangi fyrir sumarið, en námskeiðin byrja mánudaginn 2. júní. Raðað er í hópa eftir aldri, en námskeiðin eru frá 5-15 ára (árið gildir) 
Einnig er hægt að skrá sig í einkatíma en aldurstakmarkið er 13 ára en ekkert þak er á aldrinum :)  Eitthvað fyrir flest alla!  Skráningin fer fram hér á síðunni og allar upplýsingar eru hérna líka, en einnig er hægt að hringja í síma 588-1111. Kennarar eru Ína Valgerður, Alma Rut og Eva Björk. 

Hlakka til að heyra í ykkur

kv.
Regína Ósk

Vorönn lokiđ

Núna er vorönnin að taka enda og við viljum þakka kærlega fyrir veturinn. Nemendur á þessari önn voru frá 3-75 ára sem að sóttu tíma í : Forskóla, söngskóla, einkatíma og píanó. Skráning er hafin fyrir haustið og vil minna á að fyrstir koma, fyrstir fá :)  
Einnig vil ég benda á sumarnámskeiðið sem að hefst í maí.  Skráning fer fram hér á síðunni. Einnig er hægt að fá einkatíma núna í apríl, maí og júní. 

Takk fyrir okkur og gleðilega páska!

F.h Söngskólans
Regína Ósk

Sumarsöngnámskeiđ- Sumar 2014

Nýtt!

Í sumar ætlum við í fyrsta sinn að bjóða uppá sumarnámskeið fyrir 5-15 ára í Reykjavík. Það hefst 2. júní og stendur til 4. júlí. Kennt verður tvisvar í viku í 50.mín í senn. Alls 10 tímar.  Kennarar verða Ína Valgerður og Eva Björk. 
Allar nánari upplýsingar og skráning er inná síðunni, undir námskeið/sumarnámskeið.

Einnig er hægt að skrá sig í einkatíma fyrir þá sem að komust ekki að í vetur.Námskeiđin hálfnuđ

Nú eru söngnámskeiðin fyrir krakka og unglinga hálfnuð og þá er smá uppbrot. Í næstu viku verður dans og rytmavika hjá okkur. Þá kemur Gunnar Leó trommulikari (t.d í hlómsveitinni hans Eyþórs Inga) og verður með tímana fyrir krakkana 5-8 ára og svo kemur hún Stella Rósinkranz úr dansstudíó World class og verður með dans/hreyfingatíma fyrir 9-15 ára. 


Svćđi

headerheaderheader
Stefna ehf Hugbúnađarhús - Moya